Níu fyrstu landsleikirnir í knattspyrnu sem fóru fram á Íslandi voru leiknir á Melavellinum. Fyrsti landsleikurinn var gegn Dönum 17. júlí 1946 og síðasti landsleikurinn gegn Englandi (breska áhugamannaliðinu) 1956.
Albert Guðmundsson varð fyrstur Íslendinga til að skora mark í landsleik; tvö mörk gegn Norðmönnum 1947.
Ríkharður Jónsson skoraði bæði mörk Íslands, þegar Ísland vann sinn fyrsta landsleik; gegn Finnum á Melavellinum 1948.
Ísland vann fjóra af landsleikjunum níu, en fimm töpuðust. Markatalan í leikjunum var 17:23. Ríkharður skoraði 7 mörk, Þórður Þórðarsson þrjú, Albert tvö, Gunnar Guðmannsson tvö, Sveinn Teitsson og Þórður Jónsson eitt hvor og eitt mark var sjálfsmark; Austurríkismanns.
Alls sáu 73.269 áhorfendur leikina níu og var meðaltal á leik 8.141 áhorfandi. Flestir sáu leik Íslands og Danmerkur 1955, eða 10.280 áhorfendur, en 9.747 áhorfendur sáu leik gegn Bandaríkjunum sama ár og 10.168 áhorfendur mættu á Melavöllinn til að sjá leik gegn Englandi, breska áhugamannalandsliðinu, 1956, 2:3. Þá skoruðu bræðurnir Þórður og Ríkharður Jónssynir mörkin.
Eftirtaldir níu landsleikir fóru fram á Melavellinum:
17. júlí 1946
Ísland - Danmörk 0:3
8.000 áhorfendur
24. júlí 1947
Ísland - Noregur 2:4
Albert Guðmundsson skoraði 2 mörk.
8.763 áhorfendur
2. júlí 1948
Ísland - Finnland 2:0
Ríkharður Jónsson skoraði 2 mörk.
7.000 áhorfendur
29. júní 1951
Ísland - Svíþjóð 4:3
Ríkharður Jónsson skortaði 4 mörk.
5.634 áhorfendur
29. júní 1953
Ísland - Austurríki 3:4
Þórður Þórðarson og Sveinn Teitsson, eitt mark hvor og eitt sjálfsmark.
6.095 áhorfendur
4. júlí 1954
Ísland - Noregur 1:0
Þórður Þórðarson skoraði eitt mark.
7.582 áhorfendur
3. júlí 1955
Ísland - Danmörk 0:4
10.280 áhorfendur
25. ágúst 1955
Ísland - Bandaríkin 3:2
Þórður Þórðarsson skoraði eitt mark og Gunnar Guðmannsson 2.
9.747 áhorfendur
7. ágúst 1956
Ísland - England 2:3
Þórður Jónsson og Ríkharður Jónsson skoruðu mörkin.
10.168 áhorfendur
1946: Fyrsti landsleikurinn í knattspyrnu, Ísland - Danmörk. Íslenska liðið er fjær: Ellert Sölvason, Sæmundur Gíslason, Þórhallur Einarsson, Albert Guðmundsson, Haukur Óskarsson, Jón Jónasson, Sveinn Helgason, Sigurður Ólafsson, Karl Guðmundsson, Hermann Hermannsson og Brandur Brynjólfsson. Dómaratríó: Sigurjón Jónsson, Thoralf Kristiansen og Guðjón Einarsson.